Verk og list

Verk og list -->

  Í verk og list á þessu ári [2009] vorum við í tónmennt og textílmennt og er núna í heimilisfræði.

 

Tónmennt -->

Í tónmennt vorum við að skrifa um frægar hljómsveitir og áttum að kynna þær fyrir Halla tónó og eftir það fórum við að semja hreyfimynd fyrir hreyfimyndagerðina bjuggum til myndir sem uppkast og bjuggum til lag líka svo fórum við í textílmennt.

 

Textílmennt -->

Í textílmennt vorum við að sauma náttbuxur.

Við tókum upp snið og lengd og svo völdum við efni, við gátum valið um fjögur efni köflótt,rendur,blóma og hjarta. Ég og bestu vinkonur mínar völdum allar köflótt efni og gerðum allar alveg eins náttbuxur.  Það var gaman í textílmennt.

 

Heimilisfræði -->

Ég er núna í heimilisfræði sem er gaman og erum búinn að vera að baka fullt af góðum uppskriftum erum búnar að baka einhvernskonar baguette brauð með osti og múslíbollr og súkkulaðkókosbollur með perlusykri og pasta, eigum eftir að baka fullt af uppskriftum.

 

 

 

 

 


Skólaárið 2009 !!

Ég byrjaði í Ölduselskóla 20.Janúar 2009. Við vorum að vinna í Snorra Sturlusoni þegar ég byrjaði hér í skólanum og áttum að gera heilsutímarit og það gekk allt mjög vel. Það sem mér fannst skemmtilegast og áhugaverðast var landafræðin og tímaritið. Núna eru bara ferðir og próf og skemmtilegir dagar eftir.

jees sumarfríí hér kem ég .. !!

Síjú

SigfríðSigþórs. !


Snorra saga !

Við í árganginum í 6 bekk erum búin að skrifa handrit um Snorra Sturluson sem við ætluðum að búa til leikrit úr. Okkur var skipt í hópa sem hver og einn hópur fékk einn kafla til að búa til handrit úr. Þetta gekk ágætlega og fórum við svo að æfa og skiptu kennararnir í hlutverk. Ég var valin sem sviðsmaður og lék ekki í hlutverki nema í Flúgumýrabrennu. Svo byrjuðum við að æfa og sviðsmenn skipulögðu sviðið þetta var mjög gaman.Svo þegar við vorum búin að æfa þetta mjög vel ákváðum við að bjóða 1-3 bekk á generalprufu sviðsmenn fóru þá í stofurnar hjá þeim og buðu þeim á general prufuna.Þessi general prufa gekk mjög vel og daginn eftir það buðum við foreldrum og máttu foreldrar koma með veitingar. Þessi sýning gekk mjög vel og allir voru ánægðir með hana svo eftir það máttum við fá okkur veitingar.Þetta var mjög gaman og ég veit miklu meira um Snorra Sturluson eftir þessa uppreynslu.

Val hjá 5 og 6 bekk.

Undafarnar vikur erum við í 5 og 6 bekk verið í vali. Það var mjög gaman og við lærðum mikið. Þetta var gaman útaf því við vorum að læra einhvað sem við vissum ekki. Við lærðum um Gandhi, Egyptarland, Marten Luther King ofl. Það sem mér fannst eiginlega allt áhugavert.


Landafræði-Glærur

undafarið erum við búinn að vera að vinna í landafræði, við áttum að velja okkur eitt land til þess að gera um við máttum velja hvort við gerðum´glærurnar í Power Point eða Movie Maker. Landið sem ég valdi að skrifa um var Noregur og það var rosalega lærdómsríkt og gaman að læra um þetta land mér gekk mjög vel.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband