Færsluflokkur: Bloggar

Tyrkjaránið - Leikrit

Við höfum verið að læra um rán sem átti sér stað í Vestmannaeyjum, Tyrkjaránið.
Við settum upp leikrit sem fjallar um Tyrkjaránið og það sem gerðist þegar það átti sér stað og eftir á, mér fannst það alveg ágætt en það hefði verið skemmtilegra að gera eitthvað annað til að breyta smá til en ég lærði líka heilmikið um það sem ég var ekki mjög viss um.
Ég lék ræningja og vorum okkur ræningjunum skipt í þrjá hópa A,B og C, ég var í C hóp með mörgum vinkonum mínum og var það bara gaman.
Við ræningjarnir áttum að ræna fólkinu og koma því um borð í skipi sem væri að fara til Alsír í ánauð(þrælkun). Fólkið var selt þegar það kom til Alsír, það var selt á þrælatorgi þar var keypt fólkið í mismunandi verk til að gera.
eftir rúmlega tíu ár í ánauð var keypt nokkra íslendinga.
Þeir sem eftir voru í Alsír komui aldrei aftur til Íslands / Vestmannaeyjar.





Umsögn kennara

Sigfríð Dís það er margt í þig spunnið sem ekki fær notið sín vegna mikillar fjarveru.

Helga

Stærðfræði Hringekja :)

við vorum mikið í stærðfræði á þessu skólaári, við vorum að vinna með prósentur , almenn brot , tugarbrot , algebru og margt fleira. Við fórum í próf úr hverju og einu svo var lokaprófið allt saman.

Á hverjum föstudegi hefur verið stærðfræði hringekja. Í hringekjuni vorum við að gera fullt af skemmtilegum verkefnum t.d ; stærðfræði ljóð , mynstur , spila og margt fleira.
Mér fannst þetta alveg ágætt ár (:





Danska !

í dönsku erum við búinn að vera  að gera fjölbreytt verkefni, við gerðum spil, matseðil og fjölskylduverkefni.

 

Spil ; við vorum  tvö saman í hóp að gera spil saman, ég vann með Natalíu í hóp .. við gerðum stjörnuspil og það var allt í Neon litum og flott :D
þetta var skemmtilegt verkefni og það var gaman að vinna það.

Matseðill ; við vorum í hópavinnu að gera matseðilinn. ég var með Natalíu, Valdísi og Lilju Björt, við þurftum að gera allt sjálfar eða við þurftum að finna allt á matseðilinn og finna rétta verðið. Það var ekki allt létt því við höfðum bara ákveðinn mikinn tíma fyrir þetta verkefni og ekki var alltaf hægt að fara í tölvur til að finna rétta verðið. Veitingahúsið sem við gerðum hét Sulten og var bara hefðbundinn veitingarstaður með öllu því venjulega. þetta var mjög skemmtilegt verkefni.

Fjölskylduverkefnið ; í fjölskylduverkefninu unnum við í hópum, ég vann með Sindra, Sölva, Rebekku, Sunnu Líf. Við áttum að búa til fjölskyldu, við teiknuðum persónu og skrifuðum persónulýsingu á persónunni okkar. svo áttum við að gera plaggat og setja persónurnar og persónulýsinguna á plaggatið og myndskreyta. þetta var ágætt verkefni.

það sem mig finnst ég hafa lært mest af þessu er að vinna í hópum og líka náttúrulega tungumálið og margt fleira :) 


Denmark      


Landafræði

 Í landafræði vorum við að læra um Evrópu. Við vorum að vinna með bók sem heitir Evrópa álfan okkar. Við vorum líka með vinnuhefti, í heftinu áttum við að svara spurningumum evrópu. Okkur var líka skipt í hópa og hver hópur fékk 2-4 lönd sem þau áttu að teikna ég var með írisi Lind og Helgu Jónu og við fengum Lúxemborg,Búlgaríu og Belgíu. Næsta verkefni var að velja tvö lönd til að gera Power Point og Photo Story. Eitt landið átti að vera í Power Point og hitt í Photo Story. Ég valdi Frakkland í Power Point og Sviss í Photo Story.
Við vorum líka að gera heimaverkefni um Evrópu og það voru allskonar verkefni sem við áttum að gera td. að finna fréttir um Evrópu, skrifa um frægar persónur, gera einkenni fjögura landa, veður í fjórum löndum og skirfa tungumál :)


Gæluverkefni

Síðastliðnar vikur erum við búinn að vera að vinna við Gæluverkefni ..verkefnið var heimaverkefni og áttum við þess vegna að vinna það heima og þegar það því var lokið þá áttum við að kynna verkefnið fyrir framan bekkinn. Maður fékk fjórar vikur til að klára allt verkefnið, allir fengu að ráða um hvað við myndum skrifa. Ég valdi að skrifa um tvær hundategundir Seberian Husky og Labrador. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta sem gæluverkefnið mitt var útaf því ég á hunda sem eru þessar tegundir,ég notaði bara myndir af hundunum minum fyrir þetta verkefni.Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ég fann út mikið sem ég vissi ekki um hundategundir hundana mína.


Hallgrímur Pétursson

Í Samfélagsfræði erum við búinn að vera að vinna í Tyrkjaráninu og við áttum að gera powerpoint glærur um Hallrím Pétursson sem var í Tyrkjaráninu.

Við fengum blað um hlutina sem áttu að vera á glærunum og það sem við þurftum mest að vita  um Hallrím Pétursson og skrifuðum það niður fyrst í Word svo fórum við að gera glærurnar í Powerpoint.


Náttúrufræði

Í náttúrufræði vorum við að læra um eðlisfræði, plöntur, líkama mannsinns og fugla.

Í eðlisfræði vorum við með Auðvitað 3 bókina  og vorum að gera tilraunir og skýrslur úr bókinni. Ég lærði mikið í eðlisfræðinni og það var gaman.

Í líffræði vorum við í bók sem heitir Mannslíkaminn. Það var mjög fræðandi. Við lásum bókina og teiknuðum og skrifuðum í bókina okkar. Það var stundum erfitt en það var rosalega fræðandi.  

Í plöntunum vorum við að tína plöntur á skólalóðinni, finna upplýsingar um þær og skrá niður í náttúrufræðibókina okkar. Við áttum að skrifa um 2-3 plöntur og mér fannst þetta alveg ágætt.

Í fuglaverkefninu áttum við að gera powerpoint glærur um fuglaflokkana. fuglaflokkarnir eru  : landfuglar, máffuglar, sjófuglar, vaðfuglar og vatnafuglar. Við áttum að gera öðruvísi glærur en venjulega Við áttum að enda á því að blogga og setja glærurnar inná Slide Share.






   
   


Fuglar


Samfélagsfræði !

samfélagsfræði -->

Við vorum að læra um árin í Íslendingasögu fráq 870-1490.  Það sem mér fannst  áhugaverðast var tímaásinn þar sem við gerðum tímaás úr pappír og settum línu og strik og settum svo tölur á strikinn. Við skrifuðum hvað gerðist hvert ár og teiknuðum myndir í endann.

Við lærðum um marga biskupa, biskupinn sem mér fannst áhugaverðastur var Ísleifur Gissur, hann var biskup skálholtsbiskupsdæmi og hann var líka fyrsti biskup á landinu.



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband